Naumur sigur Sharapovu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2008 11:39 Maria Sharapova er einbeitt á svip. Nordic Photos / AFP Evgeniya Rodina, nítján ára rússnesk stúlka, komst nálægt því að slá Mariu Sharapovu úr leik í fyrstu umferð opna franska meistaramótsins í tennis. Viðureignin var æsispennandi en Sharapova vann að lokum 8-6 sigur í bráðabana í oddalotunni. Rodina er lítið þekkt en Sharapova er talin vera sterkasti keppandi heims í einliðaflokki kvenna eftir að Justine Henin lagði tennisspaðann á hilluna fyrr í mánuðinum. Sharapova vann fyrsta settið auðveldlega, 6-1, en tapaði strax fyrstu lotunni í öðru settinu. Þar með var ljóst að Rodina ætlaði ekki að gefast upp svo auðveldlega og vann annað settið, 6-3. Þriðja settið var æsispennandi en báðar unnu þær sínar uppgjafarlotur og þar sem Rodina byrjaði að gefa upp komst hún í 6-5 forystu og fékk þar með tækifæri til að vinna einhvern óvæntasta sigur á opna franska meistaramótinu undanfarin ár. En Sharapova svaraði um hæl og jafnaði metin í 6-6. Ólíkt öðrum stórmótum í tennis ráðast úrslitin ekki í oddalotu á opna franska meistaramótinu í tennis heldur er spilað þar til annar keppandinn nær tveggja stiga forystu í oddasettinu. En þegar þarna var komið vann Sharapova loksins lotu af Rodina þegar sú síðarnefnda átti uppgjöf. Sharapova hefur unnið öll risamótin í tennis, nema opna franska meistaramótið. Nú síðast vann hún opna ástralska meistarmótið í janúar síðastliðnum og var í efsta sæti styrkleikalista mótsins í Frakklandi - sem þýðir að hún var fyrirfram talinn sterkasti keppandi mótsins. Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Evgeniya Rodina, nítján ára rússnesk stúlka, komst nálægt því að slá Mariu Sharapovu úr leik í fyrstu umferð opna franska meistaramótsins í tennis. Viðureignin var æsispennandi en Sharapova vann að lokum 8-6 sigur í bráðabana í oddalotunni. Rodina er lítið þekkt en Sharapova er talin vera sterkasti keppandi heims í einliðaflokki kvenna eftir að Justine Henin lagði tennisspaðann á hilluna fyrr í mánuðinum. Sharapova vann fyrsta settið auðveldlega, 6-1, en tapaði strax fyrstu lotunni í öðru settinu. Þar með var ljóst að Rodina ætlaði ekki að gefast upp svo auðveldlega og vann annað settið, 6-3. Þriðja settið var æsispennandi en báðar unnu þær sínar uppgjafarlotur og þar sem Rodina byrjaði að gefa upp komst hún í 6-5 forystu og fékk þar með tækifæri til að vinna einhvern óvæntasta sigur á opna franska meistaramótinu undanfarin ár. En Sharapova svaraði um hæl og jafnaði metin í 6-6. Ólíkt öðrum stórmótum í tennis ráðast úrslitin ekki í oddalotu á opna franska meistaramótinu í tennis heldur er spilað þar til annar keppandinn nær tveggja stiga forystu í oddasettinu. En þegar þarna var komið vann Sharapova loksins lotu af Rodina þegar sú síðarnefnda átti uppgjöf. Sharapova hefur unnið öll risamótin í tennis, nema opna franska meistaramótið. Nú síðast vann hún opna ástralska meistarmótið í janúar síðastliðnum og var í efsta sæti styrkleikalista mótsins í Frakklandi - sem þýðir að hún var fyrirfram talinn sterkasti keppandi mótsins.
Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira