Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi. Pólstjörnumálið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent