Mikill skellur á Wall Street 22. september 2008 20:24 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira