Það voru finnskir dagar í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar Heikki Kovalainen kom fyrstur í mark á McLaren bíl sínum og vann um leið sína fyrstu keppni á ferlinum.
Kovalainen nýtti sér það þegar Ferrari-bíll Felipe Massa gaf upp öndina þegar aðeins þrír hringir voru eftir og tryggði sér sigurinn. Lewis Hamilton hélt forystu sinni í keppni ökuþóra þrátt fyrir að ná aðeins fimmta sætinu eftir að dekk sprakk á bíl hans.
Timo Glock hjá Toyota náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari kom þriðji í mark. Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Ranault náði fjórða sætinu, Hamilton varð fimmti og Nelson Piquet jr tók sjötta sætið.
Hamilton hefur fimm stiga forystu í keppni ökuþóra, Raikkönen er komið í annað sætið og Massa er þremur stigum á eftir liðsfélaga sínum. Massa hefði endurheimt toppsætið í stigakeppninni ef bíll hans hefði ekki bilað á lokasprettinum.