Fallandi fylgi Samfylkingar Jón Kaldal skrifar 3. maí 2008 07:00 Það er örugglega rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, að minnkandi fylgi við ríkisstjórnina tengist erfiðri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Auðvitað er þyngra að sækja fram í mótvindi en þegar byrinn er í bakið. Öllu ótraustara er hins vegar það stöðumat Ingibjargar að ástand efnahagsins komi frekar niður á Samfylkingunni en samstarfsflokknum. Þvert á móti ætti óstöðugleikinn miklu frekar að reynast Sjálfstæðisflokknum þungur í skauti. Í þeim flokki eru þó þeir ráðherrar sem helst geta sýnt frumkvæði og kraft í stöðunni, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Að auki er fyrrverandi formaður flokksins frekur til fjörsins í Seðlabankanum, sem nýleg skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar hefur á takmarkað traust. Framganga þessara helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins virðist samt ekki hafa teljandi áhrif á fylgi flokksins, eins og það birtist í nýjustu könnun Capacent. Og að sama skapi virðist Samfylkingin lítið njóta einingar innan sinna raða og staðfestrar stefnu í Evrópumálum. Möguleg aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru hefur þó verið á hvers manns vörum undanfarna mánuði. Hafa kannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar deilir þeim áhuga með Samfylkingunni að rannsaka - að minnsta kosti - hvort ekki sé að finna meiri stöðugleika og yfirvegun um borð í Evrópusambandinu en ein á báti íslensku flotkrónunnar, minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. En hvað er þá í gangi með Samfylkinguna? Hvað varð til þess að flokkurinn missti, samkvæmt könnunum Capacent, fimmtung fylgis síns á tveimur mánuðum? Ef maður vill vera mjög huggulegur er hægt að benda á að í mars toppaði Samfylkingin í könnunum. Naut hún þá góðs á landsvísu af vitleysunni við valdaskiptin í Ráðhúsinu í Reykjavík. Foringi hennar í höfuðborginni, Dagur B. Eggertsson, var einhvern veginn sá eini af forystumönnum stjórnmálaflokkanna sem slapp beinn í baki frá þeim hildarleik. Hann óx í augum stórs hluta þjóðarinnar og flokkur hans skoraði vel í kjölfarið. Það getur hins vegar aldrei orðið annað en skammvinn sæla þegar fylgi flokka þenst út vegna axarskafta annarra, en ekki eigin góðra verka. Í því samhengi má til dæmis vinda klukkuna aftur um fjögur ár og rifja upp þegar Samfylkingin reif sig um tíma yfir fjörutíu prósenta fylgi í könnunum út á afspyrnuvitlaust frumvarp Sjálfstæðisflokks um fjölmiðla. Þegar öllu er á botninn hvolft er langlíklegasta skýringin á fallandi fylgi Samfylkingar nú ákveðin vonbrigði með frammistöðu flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sumir ráðherrar Samfylkingarinnar voru óþægilega fljótir að koma sér makindalega fyrir í stólum sínum og taka upp vinnubrögð sem höfðu hvorki yfir sér sérstakan umbóta- né frjálslyndan brag, en undir þessum kjörorðum boðaði formaður flokksins að yrði starfað. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún segir að væntingar hafi verið gerðar til flokks hennar. Það tengdist þó ekki efnahagsmálunum sérstaklega. Samfylkingin var spræk í stjórnarandstöðunni, enda oftast auðveldara að finna að en framkvæma. Nú er hennar tími kominn og þá reynir á hvort getan til að koma hlutum í verk sé fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Það er örugglega rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, að minnkandi fylgi við ríkisstjórnina tengist erfiðri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Auðvitað er þyngra að sækja fram í mótvindi en þegar byrinn er í bakið. Öllu ótraustara er hins vegar það stöðumat Ingibjargar að ástand efnahagsins komi frekar niður á Samfylkingunni en samstarfsflokknum. Þvert á móti ætti óstöðugleikinn miklu frekar að reynast Sjálfstæðisflokknum þungur í skauti. Í þeim flokki eru þó þeir ráðherrar sem helst geta sýnt frumkvæði og kraft í stöðunni, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Að auki er fyrrverandi formaður flokksins frekur til fjörsins í Seðlabankanum, sem nýleg skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar hefur á takmarkað traust. Framganga þessara helstu forystumanna Sjálfstæðisflokksins virðist samt ekki hafa teljandi áhrif á fylgi flokksins, eins og það birtist í nýjustu könnun Capacent. Og að sama skapi virðist Samfylkingin lítið njóta einingar innan sinna raða og staðfestrar stefnu í Evrópumálum. Möguleg aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru hefur þó verið á hvers manns vörum undanfarna mánuði. Hafa kannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar deilir þeim áhuga með Samfylkingunni að rannsaka - að minnsta kosti - hvort ekki sé að finna meiri stöðugleika og yfirvegun um borð í Evrópusambandinu en ein á báti íslensku flotkrónunnar, minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. En hvað er þá í gangi með Samfylkinguna? Hvað varð til þess að flokkurinn missti, samkvæmt könnunum Capacent, fimmtung fylgis síns á tveimur mánuðum? Ef maður vill vera mjög huggulegur er hægt að benda á að í mars toppaði Samfylkingin í könnunum. Naut hún þá góðs á landsvísu af vitleysunni við valdaskiptin í Ráðhúsinu í Reykjavík. Foringi hennar í höfuðborginni, Dagur B. Eggertsson, var einhvern veginn sá eini af forystumönnum stjórnmálaflokkanna sem slapp beinn í baki frá þeim hildarleik. Hann óx í augum stórs hluta þjóðarinnar og flokkur hans skoraði vel í kjölfarið. Það getur hins vegar aldrei orðið annað en skammvinn sæla þegar fylgi flokka þenst út vegna axarskafta annarra, en ekki eigin góðra verka. Í því samhengi má til dæmis vinda klukkuna aftur um fjögur ár og rifja upp þegar Samfylkingin reif sig um tíma yfir fjörutíu prósenta fylgi í könnunum út á afspyrnuvitlaust frumvarp Sjálfstæðisflokks um fjölmiðla. Þegar öllu er á botninn hvolft er langlíklegasta skýringin á fallandi fylgi Samfylkingar nú ákveðin vonbrigði með frammistöðu flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sumir ráðherrar Samfylkingarinnar voru óþægilega fljótir að koma sér makindalega fyrir í stólum sínum og taka upp vinnubrögð sem höfðu hvorki yfir sér sérstakan umbóta- né frjálslyndan brag, en undir þessum kjörorðum boðaði formaður flokksins að yrði starfað. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún segir að væntingar hafi verið gerðar til flokks hennar. Það tengdist þó ekki efnahagsmálunum sérstaklega. Samfylkingin var spræk í stjórnarandstöðunni, enda oftast auðveldara að finna að en framkvæma. Nú er hennar tími kominn og þá reynir á hvort getan til að koma hlutum í verk sé fyrir hendi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun