Nýliði Golden State toppaði stórstjörnurnar 16. nóvember 2008 12:06 Stórleikur Anthony Morrow vakti verðskuldaða athygli í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik. NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira
Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik.
NBA Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira