Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros losnaði í dag af sjúkrahúsi þar sem hann hefur meira og minna verið á gjörgæslu síðustu vikur eftir fjölda skurðaðgerða vegna heilaæxlis.
Í tilkynningu frá La Paz sjúkrahúsinu kemur fram að Ballesteros hafi verið útskrifaður í dag en verði áfram undir eftirliti á göngudeild spítalans.