NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar 17. maí 2008 11:27 Leikmenn Utah kláruðu tímabilið á heimavelli í gær. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira