Meðhjálpari fær klapp á kollinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2008 06:00 Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar