Fórnarlambið? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. október 2008 07:00 Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun