Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum 23. maí 2008 09:40 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent