Magnús Gunnarsson hjá Njarðvík hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Körfuknattleikssambandsins fyrir óprúðmannlega framkomu í leik Grindavíkur og Njarðvíkur í Powerade bikarnum á dögunum.
Magnús mun því ekki spila fyrsta deildarleik sinn fyrir Njarðvíkinga á fimmtudaginn eins og til stóð, en þá sækir liðið nýliða FSu heim í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar.
Hann verður því ekki löglegur með nýja liðnu sínu í deildinni fyrr en mánudaginn 20. október - en þá tekur Njarðvík einmitt á móti Grindavík.