Fjárfestar bíða vongóðir á Wall Street 1. október 2008 20:58 Miðlarar fylgjast spenntir með þróun mála á Wall Street í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira