Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:52 Tim Duncan og félagar í San Antonio eiga spennandi úrslitakeppni í vændum. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira