Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans 16. maí 2008 07:15 Manu Ginobili setti persónulegt met með sex þristum í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira