Seve Ballesteros gekkst undir þriðju aðgerðina vegna heilaæxlis á skömmum tíma í dag og heppnaðist hún vel að sögn lækna.
Ballesteros er einn þekktasti kylfingur síðari ára en hann er 51 árs gamall. Æxlið uppgötvaðist í byrjun mánaðarins og gekkst hann undir tvær aðgerðir í síðustu viku.
„Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur. Við minnkuðum bjúginn sem hafði myndast og fjarlægðum leifar æxlisins," sögðu læknar. Aðgerðin stóð yfir í sex og hálfa klukkustund.
