Körfubolti

Marcus Camby til LA Clippers

Camby mun styrkja varnarleik Clippers
Camby mun styrkja varnarleik Clippers NordcPhotos/GettyImages

Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007.

Lið Denver fær lítið sem ekkert í staðinn fyrir Camby, en þar á bæ voru menn fyrst og fremst að hugsa um að lækka launakostnað félagsins.

Camby fær það verkefni að fylla skarðið sem Elton Brand skildi eftir sig hjá liði Clippers eftir að framherjinn Elton Brand ákvað að semja við Philaelphia á dögunum.

Camby mun fá um 10 milljónir dollara í árslaun í þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Hann skoraði 9 stig, hirti 13 fráköst og varði 3,6 skot að meðaltali í leik með Denver á síðustu leiktíð. 

Clippers-liðið hefur misst þá Elton Brand og Corey Maggette í burtu, en það voru tveir stigahæstu menn liðsins á síðustu leiktíð. Það hefur nú hinsvegar fengið leikstjórnandann Baron Davis frá Golden State og nú Camby í staðinn. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×