Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir setti í dag Íslandsmet í sleggjukasti kvenna.
Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að kasta sleggju yfir 50 metra en hún náði tvívegis að kasta 51,86 metra.
Fyrra Íslandsmetið setti Sandra Pétursdóttir úr ÍR fyrr í þessum mánuði. Kristbjörg keppir fyrir FH en í öðru sæti í sleggjukastinu varð Aðalheiður María Vigfúsdóttir úr Breiðabliki sem kastaði 51,25 í dag.
Sleggjukast kvenna var fyrsta greinin á Meistaramóti Íslands sem fram fer á Laugardalsvelli um helgina.