O'Neill: Barry vildi spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:36 Martin O'Neill á Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Pjetur Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52
Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28
Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19