Hlutabréf hækka í Evrópu 9. september 2008 09:45 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira