Mikil eftirvænting fyrir Food & Fun 21. febrúar 2008 07:38 Fóður og fjör verður Við Pollinn um helgina. Matarhátíðin Food & Fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, verður á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði um helgina. „Við erum mjög spenntir en þetta er skemmtileg ný hugmynd. Það er búinn að vera mikill undirbúningur fyrir hátíðina, en við erum búnir að vera að vinna að þessu síðan á áramótum“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Ellefu veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna sína menningu og hráefni sem er fáanlegt að vetrarlagi. „Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og hver staður velur sér einn eða fleiri af þessum dögum. Við verðum með hátíðina á föstudag- og laugardagskvöld en sunnudagurinn er frátekinn fyrir konudag sem verður haldinn hátíðlegur hjá okkur í samstarfi við Blómaturninn“, segir Eiríkur. „Hátíðin gengur svolítið út á það að gera sem mest úr staðbundnum hráefnum og við munum bjóða upp fjögurra rétta matseðill sem er skrifaður af gestakokknum Inga Þórarni Friðrikssyni sem við fengum að láni frá Perlunni. Við höfum þegar fengið viðbrögð hjá fólki og sjáum fram á stórskemmtilega helgi og bíðum því bara spenntir við símann til að taka við pöntunum.“ Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs. „Ég vona að hátíðin verði árlegur viðburður, vonandi heppnast þetta vel svo við getum haldið áfram. Það er mikil vinna að setja svona hátíð á koppinn um allt land, það leiddi af sér mikið samstarf og var mjög gaman“, segir Eiríkur. Borðapantanir fara fram í síma 456 3360. thelma@bb.is Food and Fun Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent
Food and Fun Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent