Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði 4. maí 2008 12:55 Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent
Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent