Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði 4. maí 2008 12:55 Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira