Í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport í kvöld verða málefni körfuboltans hér á landi í brennidepli og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari verður í nærmynd.
Farið verður yfir stöðuna í körfuboltahreyfingunni líkt og gert hefur verið í knattspyrnunni og handboltanum og góðir gestir koma í heimsókn.
Rætt verður við Jóhannes Sveinsson frá ÍR, Pétur Sigurðsson frá Breiðablik og Hannes Jónsson formann Körfuknattleikssambandsins.
Þátturinn í kvöld hefst klukkan 20:40.