NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn 27. október 2008 13:13 Pau Gasol, Kobe Bryant og Andrew Bynum setja stefnuna á titilinn NordicPhotos/GettyImages Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. Lið Los Angeles Lakers var í sérflokki í þessum riðli á síðustu leiktíð og verða yfirburðir liðsins líklega enn meiri í vetur ef að líkum lætur. Lakers-liðið hefur nú endurheimt miðherjann Andrew Bynum sem hefur verið meiddur síðan í janúar og leikmenn liðsins eflaust hungraðir í að hefna ófaranna frá í úrslitunum gegn Boston í sumar. Aldnar stjörnur fara fyrir liði Phoenix sem tjaldar nú öllu til að vinna titil með nýjan þjálfara. LA Clippers og Golden State mæta til leiks með nokkuð breytt lið og hætt er við að veturinn verði langur hjá Sacramento. Los Angeles Lakers Margir hallast að því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari í NBA næta sumar og það ekki af ástæðulausu. Phil Jackson getur státað af mjög sterkum hóp leikmanna og í vetur fær Spánverjinn Pau Gasol (19 stig, 8 frák) að spila sitt fyrsta heila tímabil undir hans stjórn. Þá endurheimtir liðið miðherjann Andrew Bynum sem meiddist í janúar í á þessu ári og var ekkert með í úrslitakeppninni. Kobe Bryant (28 stig, 6 frák, 6 stoðs) verður hungraðari en nokkru sinni fyrr og lætur ekki meiðsli aftra sér frá því að spila á fullum krafti með liðinu. Lakers liðið þótti með einn besta varamannabekkinn í deildinni á síðustu leiktíð, en hann var hvergi að finna í úrslitarimmunni gegn Boston. Leikmenn liðsins - og þá sérstaklega þeir Pau Gasol og Lamar Odom - voru gagnrýndir fyrir að vera of linir og það má til sanns vegar færa. Sífelldur orðrómur um að Lakers muni skipta Lamar Odom í burtu heldur áfram að sveima yfir liðinu, en hvað sem því líður er Lakers liðið komið til að vera við toppinn í deildinni næstu ár. Mikið má vera ef liðið nær ekki að vinna Vesturdeildina í vor og þá er bara að sjá hvort Phil Jackson þarf að sætta sig við að tapa þriðja úrslitaeinvígi sínu í röð sem þjálfari. Golden State WarriorsSkorarinn Corey Maggette verður með algjört skotleyfi undir stjórn Don NelsonNordicPhotos/GettyImagesTalsverðar breytinar hafa orðið á liði Golden State í sumar. Mestu munar að leikstjórnandinn Baron Davis ákvað að semja við LA Clippers. Það kemur í hlut hins efnilega Monta Ellis að fylla skarð hans, en hann mun ekki gera mikið af því á fyrstu vikum tímabilsins eftir að hafa dottið á vespu og slasað sig.Golden State fékk skorarann Corey Maggette (22 stig) til liðs við sig frá LA Clippers í sumar og miðherjann Ronny Turiaf frá Lakers, en missti líka þá Mikael Pietrus og Matt Barnes í burtu svo einhverjir séu nefndir.Útlitið er ekki sérlega gott hjá Golden State eftir spútnik ævintýrið árið 2007 þegar það sló deildarmeistara Dallas út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og uppstokkun er þegar hafin.Frábærir stuðningsmenn Warriors munu ekki fá að njóta andrúmsloftsins í úrslitakeppninni á næstunni. Los Angeles ClippersBaron Davis, Chris Kaman og Marcus Camby fara fyrir Clippers í veturNordicPhotos/GettyImagesClippers-liðið fór í gegn um miklar hræringar í sumar. Liðið missti manninn sem hafði verið andlit félagsins í nokkur ár, Elton Brand, og sá á eftir sínum stigahæsta manni til Golden State - Corey Maggette.Í staðinn komu hinsvegar leikstjórnandinn Baron Davis frá Golden State og miðherjinn Marcus Camby frá Denver.Á góðum degi er Davis einn besti leikstjórnandinn í NBA deildinni en menn setja spurningamerki við einbeitingu hans - ekki síst í ljósi þess að hann er nú kominn til heimabæjar síns Los Angeles þar sem hann getur eytt meiri tíma í hliðarverkefni sín tengd kvikmyndaiðnaðinum.Meiðsli hafa líka oftar en ekki sett strik í reikninginn hjá Davis, en ef hann verður með heilsu og fulla einbeitingu má gera ráð fyrir að Clippers geti gert ágæta hluti í vetur.Liðið á eftir að sakna Elton Brand í miðjunni, sérstaklega í sóknarleiknum, en meira mun mæða á miðherjanum Chris Kaman í staðinn. Camby mun hjálpa mikið til í vörninni og þá verður gaman að sjá til Al Thornton sem sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð á sínu fyrsta ári í deildinni.Það yrði stór sigur fyrir LA Clippers að komast í úrslitakeppnina í vor, en það verður að teljast nokkuð háleitt markmið fyrir þetta lið. Phoenix SunsShaquille O´Neal, Steve Nash og Amare StoudemireNordicPhotos/GettyImagesStjörnum prýtt lið Phoenix Suns mætir svipað til leiks í vetur og á síðustu leiktíð, en áherslurnar verða allt aðrar. Terry Porter hefur tekið við þjálfun liðsins af Mike D´Antoni og hætt er við að Porter muni leggja meira upp úr varnarleiknum en forveri hans.Dagar "sjö sekúndna eða minna" í leiftrandi sóknarleik Phoenix eru liðnir og Porter mun stíga á bremsuna og reyna að nýta sér styrkleika þeirra Shaquille O´Neal (13 stig, 9 frák) og Amare Stoudemire (25 stig, 9 frák) undir körfunni.Eftir sem áður kemur það í hlut Steve Nash (17 stig, 11 stoðs) að stjórna sóknarleik liðsins, en það er erfitt að sjá hvernig lið með þrjá byrjunarliðsmenn sem eru hátt í 100 ára að samanlögðum aldri keppa um meistaratitilinn.Phoenix fékk ærlega flengingu gegn San Antonio í úrslitakeppninni í fyrra þar sem veikleikar liðsins í varnarleiknum komu bersýnilega í ljós og því verður áskorun Terry Porter í vetur að fá stjörnur liðsins til að haldast hungraðar og einbeittar í varnarleiknum.Úr því sem komið er má þó lið Phoenix líklega þakka fyrir að komast í aðra umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni og þá verður verulega farið að halla á menn eins og Nash, O´Neal og Grant Hill sem allir eru að komast á aldur. Sacramento KingsKevin Martin mun án efa verða einn af stigahæstu mönnum deildarinnar, ekki síst eftir að Ron Artest fór frá liðinuNordicPhotos/GettyImagesReggie Theus þjálfari Sacramento þótti gera vel á sínu fyrsta ári á síðustu leiktíð, en það þýðir ekki að framtíðin sé endilega björt hjá liði Sacramento.Liðið sá á eftir Ron Artest til Houston og missti þar sinn besta varnarmann og næstbesta sóknarmann. Ekkert annað en uppbyggingarstarf er framundan hjá Kings þar sem skotbakvörðurinn Kevin Martin (23,7 stig) verður nú í algjöru aðalhlutverki.Sacramento náði að vinna 38 leiki á síðasta tímabili sem er frábær árangur þegar allt er talið. Annað verður væntanlega uppi á teningnum í vetur og líklega má Theus þjálfari þakka fyrir að halda starfinu út leiktíðina. NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni. Lið Los Angeles Lakers var í sérflokki í þessum riðli á síðustu leiktíð og verða yfirburðir liðsins líklega enn meiri í vetur ef að líkum lætur. Lakers-liðið hefur nú endurheimt miðherjann Andrew Bynum sem hefur verið meiddur síðan í janúar og leikmenn liðsins eflaust hungraðir í að hefna ófaranna frá í úrslitunum gegn Boston í sumar. Aldnar stjörnur fara fyrir liði Phoenix sem tjaldar nú öllu til að vinna titil með nýjan þjálfara. LA Clippers og Golden State mæta til leiks með nokkuð breytt lið og hætt er við að veturinn verði langur hjá Sacramento. Los Angeles Lakers Margir hallast að því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari í NBA næta sumar og það ekki af ástæðulausu. Phil Jackson getur státað af mjög sterkum hóp leikmanna og í vetur fær Spánverjinn Pau Gasol (19 stig, 8 frák) að spila sitt fyrsta heila tímabil undir hans stjórn. Þá endurheimtir liðið miðherjann Andrew Bynum sem meiddist í janúar í á þessu ári og var ekkert með í úrslitakeppninni. Kobe Bryant (28 stig, 6 frák, 6 stoðs) verður hungraðari en nokkru sinni fyrr og lætur ekki meiðsli aftra sér frá því að spila á fullum krafti með liðinu. Lakers liðið þótti með einn besta varamannabekkinn í deildinni á síðustu leiktíð, en hann var hvergi að finna í úrslitarimmunni gegn Boston. Leikmenn liðsins - og þá sérstaklega þeir Pau Gasol og Lamar Odom - voru gagnrýndir fyrir að vera of linir og það má til sanns vegar færa. Sífelldur orðrómur um að Lakers muni skipta Lamar Odom í burtu heldur áfram að sveima yfir liðinu, en hvað sem því líður er Lakers liðið komið til að vera við toppinn í deildinni næstu ár. Mikið má vera ef liðið nær ekki að vinna Vesturdeildina í vor og þá er bara að sjá hvort Phil Jackson þarf að sætta sig við að tapa þriðja úrslitaeinvígi sínu í röð sem þjálfari. Golden State WarriorsSkorarinn Corey Maggette verður með algjört skotleyfi undir stjórn Don NelsonNordicPhotos/GettyImagesTalsverðar breytinar hafa orðið á liði Golden State í sumar. Mestu munar að leikstjórnandinn Baron Davis ákvað að semja við LA Clippers. Það kemur í hlut hins efnilega Monta Ellis að fylla skarð hans, en hann mun ekki gera mikið af því á fyrstu vikum tímabilsins eftir að hafa dottið á vespu og slasað sig.Golden State fékk skorarann Corey Maggette (22 stig) til liðs við sig frá LA Clippers í sumar og miðherjann Ronny Turiaf frá Lakers, en missti líka þá Mikael Pietrus og Matt Barnes í burtu svo einhverjir séu nefndir.Útlitið er ekki sérlega gott hjá Golden State eftir spútnik ævintýrið árið 2007 þegar það sló deildarmeistara Dallas út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og uppstokkun er þegar hafin.Frábærir stuðningsmenn Warriors munu ekki fá að njóta andrúmsloftsins í úrslitakeppninni á næstunni. Los Angeles ClippersBaron Davis, Chris Kaman og Marcus Camby fara fyrir Clippers í veturNordicPhotos/GettyImagesClippers-liðið fór í gegn um miklar hræringar í sumar. Liðið missti manninn sem hafði verið andlit félagsins í nokkur ár, Elton Brand, og sá á eftir sínum stigahæsta manni til Golden State - Corey Maggette.Í staðinn komu hinsvegar leikstjórnandinn Baron Davis frá Golden State og miðherjinn Marcus Camby frá Denver.Á góðum degi er Davis einn besti leikstjórnandinn í NBA deildinni en menn setja spurningamerki við einbeitingu hans - ekki síst í ljósi þess að hann er nú kominn til heimabæjar síns Los Angeles þar sem hann getur eytt meiri tíma í hliðarverkefni sín tengd kvikmyndaiðnaðinum.Meiðsli hafa líka oftar en ekki sett strik í reikninginn hjá Davis, en ef hann verður með heilsu og fulla einbeitingu má gera ráð fyrir að Clippers geti gert ágæta hluti í vetur.Liðið á eftir að sakna Elton Brand í miðjunni, sérstaklega í sóknarleiknum, en meira mun mæða á miðherjanum Chris Kaman í staðinn. Camby mun hjálpa mikið til í vörninni og þá verður gaman að sjá til Al Thornton sem sló rækilega í gegn á síðustu leiktíð á sínu fyrsta ári í deildinni.Það yrði stór sigur fyrir LA Clippers að komast í úrslitakeppnina í vor, en það verður að teljast nokkuð háleitt markmið fyrir þetta lið. Phoenix SunsShaquille O´Neal, Steve Nash og Amare StoudemireNordicPhotos/GettyImagesStjörnum prýtt lið Phoenix Suns mætir svipað til leiks í vetur og á síðustu leiktíð, en áherslurnar verða allt aðrar. Terry Porter hefur tekið við þjálfun liðsins af Mike D´Antoni og hætt er við að Porter muni leggja meira upp úr varnarleiknum en forveri hans.Dagar "sjö sekúndna eða minna" í leiftrandi sóknarleik Phoenix eru liðnir og Porter mun stíga á bremsuna og reyna að nýta sér styrkleika þeirra Shaquille O´Neal (13 stig, 9 frák) og Amare Stoudemire (25 stig, 9 frák) undir körfunni.Eftir sem áður kemur það í hlut Steve Nash (17 stig, 11 stoðs) að stjórna sóknarleik liðsins, en það er erfitt að sjá hvernig lið með þrjá byrjunarliðsmenn sem eru hátt í 100 ára að samanlögðum aldri keppa um meistaratitilinn.Phoenix fékk ærlega flengingu gegn San Antonio í úrslitakeppninni í fyrra þar sem veikleikar liðsins í varnarleiknum komu bersýnilega í ljós og því verður áskorun Terry Porter í vetur að fá stjörnur liðsins til að haldast hungraðar og einbeittar í varnarleiknum.Úr því sem komið er má þó lið Phoenix líklega þakka fyrir að komast í aðra umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni og þá verður verulega farið að halla á menn eins og Nash, O´Neal og Grant Hill sem allir eru að komast á aldur. Sacramento KingsKevin Martin mun án efa verða einn af stigahæstu mönnum deildarinnar, ekki síst eftir að Ron Artest fór frá liðinuNordicPhotos/GettyImagesReggie Theus þjálfari Sacramento þótti gera vel á sínu fyrsta ári á síðustu leiktíð, en það þýðir ekki að framtíðin sé endilega björt hjá liði Sacramento.Liðið sá á eftir Ron Artest til Houston og missti þar sinn besta varnarmann og næstbesta sóknarmann. Ekkert annað en uppbyggingarstarf er framundan hjá Kings þar sem skotbakvörðurinn Kevin Martin (23,7 stig) verður nú í algjöru aðalhlutverki.Sacramento náði að vinna 38 leiki á síðasta tímabili sem er frábær árangur þegar allt er talið. Annað verður væntanlega uppi á teningnum í vetur og líklega má Theus þjálfari þakka fyrir að halda starfinu út leiktíðina.
NBA Tengdar fréttir NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13 NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57 NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57 NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum. 27. október 2008 10:13
NBA upphitun: Miðriðillinn Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið. 27. október 2008 10:57
NBA upphitun: Norðvesturriðill Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 12:57
NBA upphitun: Suðvesturriðillinn Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni. 27. október 2008 13:27