Serena Williams átti í engum vandræðum með andstæðing sinn í undaúrslitum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis.
Hún bar sigurorð af Daniru Safinu í dag, 6-3 og 6-2, við erfiðar aðstæður en vindasamt var á Flushing Meadows í New York í dag.
Hún mætir Jelenu Jankovic frá Serbíu í úrslitunum á morgun en þó er útlit fyrir að viðureigninni verði eitthvað frestað þar sem veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð.
Serena mætir Jankovic í úrslitum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
