Buffett opnar veskið á ný 1. október 2008 22:00 Auðkýfingurinn Warren Buffett. Mynd/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett gert gert samkomulag um kaup á hlutabréfum í bandarísku risasamsteypunni General Electric fyrir þrjá milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 330 milljarða íslenskra króna. Kaupin eru gerð í gegnum fjárfestingafélagið Berkshire Hathaway, sem hann hefur stýrt í rúm fjörutíu ár. Hlutabréfin eru svokölluð forgangshlutabréf sem veita fjárfestingafélaginu tíu prósenta arð á ári. Félagið hefur sömuleiðis skuldbundið sig til að eiga bréfin í þrjú ár en þá hefur General Electric leyfi til að kaupa þau aftur á tíu prósenta yfirverði. Auk þessa hefur Buffett skuldbundið sig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækin fyrir þrjá milljarða dala til viðbótar af almennum hlutabréfum fyrir 22,25 dali á hlut og mun hann eiga þau í fimm ár. Lokagengi bréfa í samstæðunni var 24,5 dalir á hlut í dag, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni. Berkshire Hathaway hefur farið mikinn um fjármálaheiminn um þessar mundir enda er Buffett, sem hefur verið á meðal auðugustu manna í heimi um árabil, þekktur fyrir að kaupa hlutabréf félaga sem eru undirverðlög. Gengi bréfa í General Electric er í þeim flokki en það hefur fallið um tæp fimmtíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Þá er skemmst að minnast svipaðra risakaupa Berkshire Hathaway í bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs í síðustu viku. Kaupin höfuð mjög jákvæð áhrif á bandaríska hlutabréfamarkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira