Montoya: Hamilton gæti sín á Massa 29. október 2008 14:44 Juan Pablo Montoya ók með McLaren og telur að Massa vinni á heimavelli. en Hamilton verði meistari. mynd: Getty Images Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira