Montoya: Hamilton gæti sín á Massa 29. október 2008 14:44 Juan Pablo Montoya ók með McLaren og telur að Massa vinni á heimavelli. en Hamilton verði meistari. mynd: Getty Images Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira