Íslandsmeistarar Hauka unnu í kvöld 33-28 sigur á HK í N1 deild karla í handbolta. Sigurbergur Sveinsson skoraði níu mörk fyrir Haukana en Valdimar Þórsson tíu fyrir gestina. Haukar hefndu þar með fyrir 25-23 tapið gegn HK í deildinni þann 1. október sl.
Fram skellti Val 29-26 í Reykjavíkurslagnum, Akureyri tapaði 27-20 fyrir Stjörnunni í Mýrinni og FH lagði Víking 34-28 í Kaplakrika.
Valsmenn eru á toppi deildarinnar með 13 stig þrátt fyrir tapið í kvöld, en Akureyri, FH og Fram hafa öll 12 stig í 2.-4. sætinu.
Haukar hafa tíu stig í 5. sæti, HK hefur átta stig í því 6. og Stjarnan hefur sex stig í 7. sæti. Á botninum sitja Víkingar með aðeins eitt stig.