Fasteignir hafa hrunið í verði og íbúðir seljast ekki á Norðurlöndunum frekar en annarsstaðar. Jafnvel olíufurstarnir í Noregi hafa þurft að takast á við það.
Í tveimur af þrem stórframkvæmdum í austurhluta landsins í kringum Osló hafa engar íbúðir selst í tvo mánuði.
Næstum 500 íbúðir hafa verið teknar af markaði í sumar. Fulltrúi greiningarfyrirtækisins Econ segir í samtali við Aftenposten að þetta sé sögulegt hámark.
Þeir hafi ekki séð svona tölur síðan þeir hófu mælingar árið 2001. Svipaða sögu er að segja á hinum Norðurlöndunum.