Gengi bréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers rauk upp um þrettán prósent í dag eftir að orðrómur fór á kreik að Kóreski þróunarbankinn, sem ríkið á, muni kaupa bankann. Markaðsverðmæti bankans hefur hrungið um rúm áttatíu prósent frá áramótum.
Fyrr á árinu var óttast að bankinn myndi hljóta sömu örlög og Bear Stearns, sem rambaði á barmi gjaldþrots í mars þegar JP Morgan og bandaríski seðlabankinn bundust höndum saman honum til bjargar.
Greint var frá því í gær að stjórnendur bankans hefðu fundað með bankamönnum ýmist frá Suður-Kóreu eða Kína fyrr í mánuðinum. Viðræðurnar runnu út í sandinn, að sögn fréttaveitu Bloomberg.