Guðlastari ritar um guðsmann 6. nóvember 2008 04:30 Úlfur Þormóðsson „Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira