Guðlastari ritar um guðsmann 6. nóvember 2008 04:30 Úlfur Þormóðsson „Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira