Sérfræðingar Stöðvar 2 spá í spilin í NBA 18. apríl 2008 20:25 Kevin Garnett og Kobe Bryant fóru fyrir gömlu stórveldunum Boston og LA Lakers sem eru komin aftur á toppinn NordcPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja. Deildarkeppnin í vetur var ein sú mest spennandi í áraraðir og þá var baráttan í Vesturdeildinni sérstaklega söguleg. Úrslitakeppnin í NBA hefst annað kvöld og verður bein útsending á NBA TV stöðinni frá leikjunum á hverju kvöldi. Boston og Detroit voru í algjörum sérflokki í Austurdeildinni og voru með besta árangur allra liða í deildinni. Keppni í Vesturdeildinni var hinsvegar hnífjöfn og þar mátti lið eins og Golden State sætta sig við að sitja eftir og komast ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með hátt í 60% vinningshlutfall. Vísir fékk þá Benedikt Guðmundsson, Svala Björgvinsson og Friðrik Inga Rúnarsson, sérfræðinga Stöðvar 2, til að spá í spilin í fyrstu umferðinni.Austurdeildin:BOSTON - ATLANTASvali: "Þetta verður grænt vor - græn bylting. Boston sópar þessu. 4-0 fyrir Boston"Benni: "Þetta verður göngutúr í garðinum fyrir Boston. Gríðarlegur getumunur á þessum liðum. Boston vinnur 4-0."Friðrik: "Boston er einfaldlega með massíft lið. Atlanta er skemmtilegt lið með ágæta leikmenn og stelur einum leik. Boston vinnur 4-1."CLEVELAND - WASHINGTONSvali: "Reynsla Cleveland frá í úrslitunum í fyrra nýtist þeim. Sigurvilji og snilli LeBron James gerir gæfumuninn hér. 4-2 fyrir Cleveland."Benni: "Ég held að þarna geri LeBron James gæfumuninn. Cleveland þarg samt að hafa mikið fyrir þessu og vinnur 4-3. Aðeins snilli James skilur á milli hér."Friðrik: "Þetta verður hörkueinvígi eins og síðustu ár. Cleveland vinnur þetta 4-3 og LeBron James gerir gæfumuninn þarna." ORLANDO - TORONTOSvali: "Toronto á ekki skilið að fara lengra en í fyrstu umferð. Sólarpiltarnir frá Orlando vinna þetta 4-2."Benni: "Orlando er skemmtilegra lið en ég set spurningamerki við reynslu þeirra. Segjum að Orlando takið þetta 4-2 en þetta verða allt mjög jafnir leikir." Friðrik: "Ég held að Orlando vinni þetta einvígi 4-2. Þeir hafa sýnt meiri stöðugleika og eru með góða blöndu leikmanna. Dwight Howard er lykilmaður þarna hjá Orlando." DETROIT - PHILADELPHIASvali: "Philadelphia kemst í úrslitakeppni með lélegan árangur og í raun ættu aðeins sex lið að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni í ár. Detroit vinnur þetta einvígi 4-1. Það er morgunljóst og það haustar snemma hjá mönnum Friðriks Inga." Benni: "Detroit vinnur þetta 4-1 og Philadelphia má vera sátt með að vinna þennan eina heimaleik sem það vinnur í fjórða leiknum þegar Detroit dettur í kæruleysið." Friðrik: "Skynsemin segir mér að Detroit vinni auðveldlega, en ég vil spá mínum mönnum í Philadelphia góðu gengi. Philadelphia getur strítt Detroit, en ég held að Pistons vinni þetta samt 4-2." Vesturdeildin:LA LAKERS - DENVERSvali: "Kobe Bryant hefur þroskast í vetur og er að finna andlegan þroska í bland við líkamlegan. Lakers er gamalt uppáhaldslið og þeir vinna þetta 4-1."Benni: "Lakers á eftir að skora 120 stig í hverjum leik í þessu einvígi og þetta verður mjög skemmtileg rimma með háu skori. Lakers vinnur þetta 4-2."Friðrik: "Enginn vill mæta Denver með sína skæðu sóknarmenn en ég held að Lakers vinni þetta samt. Þetta verður þó erfitt fyrir þá og ég held að Lakers vinni nauman 4-3 sigur." UTAH - HOUSTON Svali: "Ég held að Utah vinni þetta. Houston er búið að toppa tímabilið með 22 leikja sigurgöngu sinni í vetur. Utah vinnur þetta 4-3." Benni: "Ég ber mikla virðingu fyrir þessu Houston-liði, en ég held að Utah taki þetta 4-3 í oddaleik í Houston alveg eins og í fyrra." Friðrik: "Utah vinnur þetta einvígi 4-2. Jerry Sloan er búinn að koma upp góðum stöðugleika í liði Utah og liðið er til alls líklegt - þó það fari ekki alla leið." SAN ANTONIO - PHOENIXSvali: "Þetta er fáránlega áhugavert einvígi. Phoenix tók mikla áhættu með því að ná í Shaquille O´Neal og það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Shaq hefur talað digurbarkalega í vetur en það dugar ekki til. San Antonio vinnur þetta einvígi 4-1." Benni: "Verður maður ekki að spá einum óvæntum úrslitum. Shaq treður trú inn í lið Phoenix, sem mun loksins ná að stöðva Spurs. Phoenix vinnur 4-2."Friðrik: "San Antonio er með gríðarlega reynslu eftir þessa titla síðustu ár og vinnur þetta einvígi. Shaquille O´Neal getur sett strik í reikninginn ef hann verður ferskur - en meistararnir taka þetta 4-3." NEW ORLEANS - DALLAS Svali: "Dallas olli vonbrigðum í vetur og New Orleans liðið var "vinsælasta stúlkan" í vetur. Ég held að New Orleans hlaupi yfir Dallas og vinni 4-2."Benni: "Ég spái því að þetta verði árið sem lið númer 7 slá lið númer 2 út úr úrslitakeppninni um víða veröld. Segjum að Dallas nýti sér reynsluleysi New Orleans og vinni sannfærandi 4-1."Friðrik: "New Orleans heillar mig mjög mikið og Chris Paul er búinn að vera rosalegur í vetur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er reynsluleysi þeirra. Ég vil sjá New Orleans áfram þarna, en ég held að Dallas taki þetta á reynslunni og vinni 4-3." NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja. Deildarkeppnin í vetur var ein sú mest spennandi í áraraðir og þá var baráttan í Vesturdeildinni sérstaklega söguleg. Úrslitakeppnin í NBA hefst annað kvöld og verður bein útsending á NBA TV stöðinni frá leikjunum á hverju kvöldi. Boston og Detroit voru í algjörum sérflokki í Austurdeildinni og voru með besta árangur allra liða í deildinni. Keppni í Vesturdeildinni var hinsvegar hnífjöfn og þar mátti lið eins og Golden State sætta sig við að sitja eftir og komast ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með hátt í 60% vinningshlutfall. Vísir fékk þá Benedikt Guðmundsson, Svala Björgvinsson og Friðrik Inga Rúnarsson, sérfræðinga Stöðvar 2, til að spá í spilin í fyrstu umferðinni.Austurdeildin:BOSTON - ATLANTASvali: "Þetta verður grænt vor - græn bylting. Boston sópar þessu. 4-0 fyrir Boston"Benni: "Þetta verður göngutúr í garðinum fyrir Boston. Gríðarlegur getumunur á þessum liðum. Boston vinnur 4-0."Friðrik: "Boston er einfaldlega með massíft lið. Atlanta er skemmtilegt lið með ágæta leikmenn og stelur einum leik. Boston vinnur 4-1."CLEVELAND - WASHINGTONSvali: "Reynsla Cleveland frá í úrslitunum í fyrra nýtist þeim. Sigurvilji og snilli LeBron James gerir gæfumuninn hér. 4-2 fyrir Cleveland."Benni: "Ég held að þarna geri LeBron James gæfumuninn. Cleveland þarg samt að hafa mikið fyrir þessu og vinnur 4-3. Aðeins snilli James skilur á milli hér."Friðrik: "Þetta verður hörkueinvígi eins og síðustu ár. Cleveland vinnur þetta 4-3 og LeBron James gerir gæfumuninn þarna." ORLANDO - TORONTOSvali: "Toronto á ekki skilið að fara lengra en í fyrstu umferð. Sólarpiltarnir frá Orlando vinna þetta 4-2."Benni: "Orlando er skemmtilegra lið en ég set spurningamerki við reynslu þeirra. Segjum að Orlando takið þetta 4-2 en þetta verða allt mjög jafnir leikir." Friðrik: "Ég held að Orlando vinni þetta einvígi 4-2. Þeir hafa sýnt meiri stöðugleika og eru með góða blöndu leikmanna. Dwight Howard er lykilmaður þarna hjá Orlando." DETROIT - PHILADELPHIASvali: "Philadelphia kemst í úrslitakeppni með lélegan árangur og í raun ættu aðeins sex lið að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni í ár. Detroit vinnur þetta einvígi 4-1. Það er morgunljóst og það haustar snemma hjá mönnum Friðriks Inga." Benni: "Detroit vinnur þetta 4-1 og Philadelphia má vera sátt með að vinna þennan eina heimaleik sem það vinnur í fjórða leiknum þegar Detroit dettur í kæruleysið." Friðrik: "Skynsemin segir mér að Detroit vinni auðveldlega, en ég vil spá mínum mönnum í Philadelphia góðu gengi. Philadelphia getur strítt Detroit, en ég held að Pistons vinni þetta samt 4-2." Vesturdeildin:LA LAKERS - DENVERSvali: "Kobe Bryant hefur þroskast í vetur og er að finna andlegan þroska í bland við líkamlegan. Lakers er gamalt uppáhaldslið og þeir vinna þetta 4-1."Benni: "Lakers á eftir að skora 120 stig í hverjum leik í þessu einvígi og þetta verður mjög skemmtileg rimma með háu skori. Lakers vinnur þetta 4-2."Friðrik: "Enginn vill mæta Denver með sína skæðu sóknarmenn en ég held að Lakers vinni þetta samt. Þetta verður þó erfitt fyrir þá og ég held að Lakers vinni nauman 4-3 sigur." UTAH - HOUSTON Svali: "Ég held að Utah vinni þetta. Houston er búið að toppa tímabilið með 22 leikja sigurgöngu sinni í vetur. Utah vinnur þetta 4-3." Benni: "Ég ber mikla virðingu fyrir þessu Houston-liði, en ég held að Utah taki þetta 4-3 í oddaleik í Houston alveg eins og í fyrra." Friðrik: "Utah vinnur þetta einvígi 4-2. Jerry Sloan er búinn að koma upp góðum stöðugleika í liði Utah og liðið er til alls líklegt - þó það fari ekki alla leið." SAN ANTONIO - PHOENIXSvali: "Þetta er fáránlega áhugavert einvígi. Phoenix tók mikla áhættu með því að ná í Shaquille O´Neal og það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Shaq hefur talað digurbarkalega í vetur en það dugar ekki til. San Antonio vinnur þetta einvígi 4-1." Benni: "Verður maður ekki að spá einum óvæntum úrslitum. Shaq treður trú inn í lið Phoenix, sem mun loksins ná að stöðva Spurs. Phoenix vinnur 4-2."Friðrik: "San Antonio er með gríðarlega reynslu eftir þessa titla síðustu ár og vinnur þetta einvígi. Shaquille O´Neal getur sett strik í reikninginn ef hann verður ferskur - en meistararnir taka þetta 4-3." NEW ORLEANS - DALLAS Svali: "Dallas olli vonbrigðum í vetur og New Orleans liðið var "vinsælasta stúlkan" í vetur. Ég held að New Orleans hlaupi yfir Dallas og vinni 4-2."Benni: "Ég spái því að þetta verði árið sem lið númer 7 slá lið númer 2 út úr úrslitakeppninni um víða veröld. Segjum að Dallas nýti sér reynsluleysi New Orleans og vinni sannfærandi 4-1."Friðrik: "New Orleans heillar mig mjög mikið og Chris Paul er búinn að vera rosalegur í vetur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er reynsluleysi þeirra. Ég vil sjá New Orleans áfram þarna, en ég held að Dallas taki þetta á reynslunni og vinni 4-3."
NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins