Hækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum 27. nóvember 2008 09:30 Rýnt í tölurnar. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Þrátt fyrir það er enn óróleiki í röðum fjárfesta. AP-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Louis Capital Markets í Hong Kong, að fjárfestarnir bíði nú rólegir á meðan þeir átti sig á stöðunni. Þó séu flestir á því að aðgerðapakkar sem ríkisstjórnir víða um heim séu ýmist með í smíðum eða hafi ýtt úr vör muni koma til með að styðja við fjármálakerfi heimsins. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Barack Obama, verðandi forseti landsins, tilkynnti að Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, muni leiða teymi efnahagsráðgjafa til að leiða landið úr þeim hremmingum sem dunið hafa yfir síðastliðið ár. Þá spilaði inn í að verð á hráolíu hefur hækkað lítillega, en það hefur þrýst gengi hlutabréfa í olíufyrirtækjum upp. Í ofanálag lækkaði kínverski seðlabankinn stýrivexti til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl, auka flæði lánsfjár í kerfinu og blása lífi í einkaneyslu. Fjárfestar víða í Asíu tóku aðgerðunum fagnandi enda Kína lykilmarkaður í álfunni. Hlutabréfamarkaðir í Indlandi voru hins vegar lokaðir í dag eftir árásir hryðjuverkamanna í Mumbai í nótt. Óvíst er hvenær opnað verður fyrir hlutabréfaviðskipti þar í landi, að sögn AP. Hækkanir á mörkuðunum tveimur smituðu út frá sér á evrópska hlutabréfamarkaði í dag. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,48 prósent en Dax-vísitalan í Þýskalandi og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um tvö prósent. Þá er sömuleiðis væn hækkun á Norðurlöndunum. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Ósló í Noregi, eða 3,65 prósent. Minnst er hún í Helsinki í Finnlandi, eða 1,77 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira