Hlynur og Sigurður taka við þjálfun Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 15:02 Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells. Mynd/E. Stefán Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst." Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst."
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira