Viðskipti erlent

Viðskiptavikan byrjar á lækkun

Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlendir fjölmiðlar eru almennt sammála um að snörp lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði á föstudag og svartsýnar spár fjárfesta til skamms tíma hafi litað markaðinn.

Breska dagblaðið International Herald Tribune bætir því við að á hlutabréf hafi hækkað nokkuð í síðustu viku á stærstu mörkuðunum, svo sem í Japan og í Bandaríkjunum, og muni hagnaðartaka fjárfesta í kjölfarið skýra lækkunina nú að einhverju leyti.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,83 prósent við lokun markaða í morgun. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,7 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi lækkað um 0,5 prósent.

Þá hafa helstu hlutabréfavísitölur sömuleiðis lækkað á Norðurlöndunum. Mest er lækkunin í Svíþjóð en vísitala í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur lækkað um tæpt prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×