Guðmundur: Höfum æft stíft Elvar Geir Magnússon skrifar 16. júlí 2008 17:45 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður hans. Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur." Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu. Framundan eru leikir um helgina gegn Spánverjum. „Undirbúningurinn hófst í síðustu viku og við erum búnir að taka vel á því og æfa stíft. Núna erum við komnir á þann punkt að við erum að færa okkur meira yfir í taktík fyrir þessa leiki. Við megum samt ekki slaka of mikið niður, við verðum að halda ákveðnu tempói," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. Guðmundur er sáttur við hvernig undirbúningnum er háttað. „Auðvitað vill þjálfarinn alltaf hafa undirbúninginn aðeins lengri en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við vorum í erfiðum forkeppnum og eftir þær þurfa leikmennirnir auðvitað að fá eitthvað frí. Þetta var lendingin og við skulum segja það að þetta sé eins og þetta á að vera." En í hvað ætlar Guðmundur að nýta komandi leiki gegn Spáni? „Ég ætla að nýta þá meðal annars í sóknaratriði, þeir spila mikið 5-1 vörn en eiga það til að fara í 6-0 líka. Við verðum bara að æfa okkur á móti því. Við mætum Rússum í fyrsta leik á Ólympíuleikunum og þeir spila ekki ósvipað og Spánverjarnir," sagði Guðmundur. „Spánverjar hafa gríðarlega öflugar skyttur, eru með menn sem geta skotið langt fyrir aftan punktalínu og eru fljótir. Þeir eru með mjög þunga og erfiða línumenn sem við lentum í basli með í síðasta leik og þurfum að bæta það. Ég verð líka að gefa mönnum tækifæri og sjá hvaða samsetning á liði kemur best út. Það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum enn." Ástandið í hópnum er gott þó Róbert Gunnarsson eigi við einhver meiðsli að stríða. „Það eru smávægileg meiðsli hjá Róberti, hann er tognaður í kálfa. Hann er búinn að taka tveggja daga hvíld og ég hef ekkert miklar áhyggjur af hans meiðslum," sagði Guðmundur en tilhlökkun fyrir Ólympíuleikana eykst í herbúðum liðsins með hverjum degi. „Það er mjög mikil tilhlökkun. Það er stórkostlegt tækifæri að fara á Ólympíuleikana. Við gerum okkur líka grein fyrir að það eru miklar kröfur gerðar til okkar og við viljum gera allt til að standa okkur."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Leikið við Spánverja á föstudag og laugardag Síðustu og einu heimaleikir íslenska handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking verða um helgina. Leikið verður gegn Spáni í Vodafone-höllinni á föstudagskvöld og laugardag. 16. júlí 2008 17:18