Ferrari stjórinn stoltur af Massa 3. nóvember 2008 11:38 Stefano Domenicali og Felipe Massa fagna meistaratitili bílasmiða, en þeir misstu af titli ökumanna með eins stigs mun. mynd: kappakstur.is Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira