Ferrari stjórinn stoltur af Massa 3. nóvember 2008 11:38 Stefano Domenicali og Felipe Massa fagna meistaratitili bílasmiða, en þeir misstu af titli ökumanna með eins stigs mun. mynd: kappakstur.is Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira