Einangrunarvistin er illskiljanlegt harðræði 9. apríl 2008 00:01 Eiður Guðnason „Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Ég hef rætt mál piltsins við færeysk yfirvöld og lýst þeirri skoðun að þessi langa einangrunarvist væri illskiljanlegt harðræði.“ Þetta segir Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, spurður um aðkomu hans að máli unga mannsins sem setið hefur í einangrun í fangelsi í Þórshöfn í nær hálft ár. Málið er nú fyrir dómstólum í Færeyjum. Eiður kveðst ekki hafa formlega aðkomu að málinu frekar en öðrum dómsmálum. „Mér var til að mynda ekki tilkynnt á sínum tíma um að íslenskur ríkisborgari hefði verið handtekinn og gerði ég athugasemd við það,“ segir Eiður.“ Vandinn er hins vegar sá að lögreglumál hér eru enn í höndum Dana, þannig að færeysk yfirvöld hafa lítil áhrif á þessi mál. Þau vita hins vegar vel um skoðanir okkar á þessari löngu einangrun.“ Eiður kveðst hafa rætt við danska lögfræðinginn sem er saksóknari í málinu svo og við færeyska lögmanninn sem er verjandi unga mannsins. „Ég hef um nokkurt skeið heimsótt unga manninn vikulega,“ bætir hann við, „og fært honum bækur, afþreyingarefni og fleira.“ Vitnaleiðslum í máli unga mannsins var fram haldið fyrir dómi í Þórshöfn í gær. Þá báru meðal annars vitni kærasta hans og fjölskylda hennar. „Þetta hefur verið afar erfitt í dag fyrir þau öll, bæði son minn, kærustu hans, vini og fjölskyldu hennar,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir mannsins. Hún segir honum verða haldið í einangrun fram á föstudag. Hún fái að hitta hann án eftirlits eftir að dómur í málinu sé genginn, fyrr ekki. Íris Inga segir augljóst að saksóknarinn sé að reyna að koma sök í Pólstjörnumálinu í heild sinni á unga manninn. Saksóknari hafi farið í smáatriðum yfir allt málið, sýnt myndir af skútunni bak og fyrir, hvar efnin voru geymd, myndir af heildarmagni fíkniefnanna sem komu til Íslands, símunum sem Pólstjörnumennirnir voru með og svo mætti áfram telja. Athygli hefur vakið að íslenskir lögreglumenn sem rannsökuðu Pólstjörnumálið hafa ekki verið kvaddir fyrir dóminn í Færeyjum til að bera vitni. Íslenska lögreglan hefur sent umbeðin gögn til Færeyja. Í vitnaskýrslum sem teknar voru af Pólstjörnumönnunum hér heima kemur fram að Íslendingurinn í Færeyjum hafi enga aðild átt að fjármögnun né skipulagningu smyglsins, né haft vitneskju um það fyrr en í lok tímans sem smyglararnir dvöldu þar vegna bilunar í skútunni.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels