Helvíti í öskubakka Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 28. mars 2008 00:01 Fréttir af gengi krónunnar og yfirvofandi kreppu eru þreytandi til lengdar. Það var því kærkomin tilbreyting þegar fréttist að mannabein hefðu fundist á víðavangi í Kjósinni á páskadag. Slíkar fréttir kunna Íslendingar að meta og litlir Arnaldar fóru á flug og bjuggu til krassandi sakamálasögur í kringum beinafundinn. Líkt og með fjöðrina sem varð að heilu hænsnabúi breyttist sagan af hauskúpubrotinu mann fram af manni og blogg fram af bloggi. Brotið var fljótlega orðið að heilli höfuðkúpu ef ekki hálfri beinagrind. Fyrst þegar ég heyrði af þessum fundi varð mér hugsað til jarðneskra leifa Jónasar Hallgrímssonar sem liggja bæði á Þingvöllum og í Kaupmannahöfn (fyrir utan einn lærlegg sem kann að hafa orðið eftir í Öxnadalnum). Sagan af beinamáli Jónasar er svo ótrúleg að það rétt hvarflaði að mér að brot úr höfuðkúpu hans hefði getað slæðst með einhverju dóti upp að Meðalfellsvatni og dagað þar uppi sem öskubakki í hjólhýsi. Það þóttu mér heldur grimm örlög fyrir skelina sem eitt sinn hýsti huga óskabarns þjóðarinnar. Sem betur fer bendir ekkert til þess að beinið sé úr Jónasi. Einhverjir segja að það komi frá útlöndum og aðrir að það sé úr manni sem lést á Kleppi fyrir áratugum síðan og gaf líffæri sín í þágu vísindanna. Líklega grunlaus um að brot úr höfuðkúpunni yrði notað sem skál undir bréfaklemmur á skrifborði læknisins og síðar öskubakki - eins vísindalegt og það nú er. „Mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey" syngja ölvaðir Íslendingar á þorrablótum og sjálf hef ég tekið hástöfum undir. Það var áður en ég heyrði af höfuðkúpuöskubakkanum í Kjósinni og las um það í blöðunum að mannabein gengju kaupum og sölum á netinu. Mig hryllir við tilhugsuninni um að einhver kaupi höfuðkúpuna mína þegar ég er hætt að nota hana og geri úr henni blómapott eða sælgætisskál. Það má víst kaupa hauskúpur á eBay á 600 dollara. Hafni mínar líkamsleifar þar vona ég í það minnsta að gengið verði hagstætt. Maður má ekki selja sig of ódýrt. Einhvers staðar las ég að kirkjunnar menn væru farnir að endurskoða ímynd helvítis sem ekki þykir lengur í takt við tímann. Sagan af beinafundinum við Meðalfellsvatn gæti ef til vill nýst við þá ímyndarsköpun. Að minnsta kosti get ég ekki hugsað mér verra hlutskipti eftir dauðann en að enda sem öskubakki í hjólhýsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Fréttir af gengi krónunnar og yfirvofandi kreppu eru þreytandi til lengdar. Það var því kærkomin tilbreyting þegar fréttist að mannabein hefðu fundist á víðavangi í Kjósinni á páskadag. Slíkar fréttir kunna Íslendingar að meta og litlir Arnaldar fóru á flug og bjuggu til krassandi sakamálasögur í kringum beinafundinn. Líkt og með fjöðrina sem varð að heilu hænsnabúi breyttist sagan af hauskúpubrotinu mann fram af manni og blogg fram af bloggi. Brotið var fljótlega orðið að heilli höfuðkúpu ef ekki hálfri beinagrind. Fyrst þegar ég heyrði af þessum fundi varð mér hugsað til jarðneskra leifa Jónasar Hallgrímssonar sem liggja bæði á Þingvöllum og í Kaupmannahöfn (fyrir utan einn lærlegg sem kann að hafa orðið eftir í Öxnadalnum). Sagan af beinamáli Jónasar er svo ótrúleg að það rétt hvarflaði að mér að brot úr höfuðkúpu hans hefði getað slæðst með einhverju dóti upp að Meðalfellsvatni og dagað þar uppi sem öskubakki í hjólhýsi. Það þóttu mér heldur grimm örlög fyrir skelina sem eitt sinn hýsti huga óskabarns þjóðarinnar. Sem betur fer bendir ekkert til þess að beinið sé úr Jónasi. Einhverjir segja að það komi frá útlöndum og aðrir að það sé úr manni sem lést á Kleppi fyrir áratugum síðan og gaf líffæri sín í þágu vísindanna. Líklega grunlaus um að brot úr höfuðkúpunni yrði notað sem skál undir bréfaklemmur á skrifborði læknisins og síðar öskubakki - eins vísindalegt og það nú er. „Mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey" syngja ölvaðir Íslendingar á þorrablótum og sjálf hef ég tekið hástöfum undir. Það var áður en ég heyrði af höfuðkúpuöskubakkanum í Kjósinni og las um það í blöðunum að mannabein gengju kaupum og sölum á netinu. Mig hryllir við tilhugsuninni um að einhver kaupi höfuðkúpuna mína þegar ég er hætt að nota hana og geri úr henni blómapott eða sælgætisskál. Það má víst kaupa hauskúpur á eBay á 600 dollara. Hafni mínar líkamsleifar þar vona ég í það minnsta að gengið verði hagstætt. Maður má ekki selja sig of ódýrt. Einhvers staðar las ég að kirkjunnar menn væru farnir að endurskoða ímynd helvítis sem ekki þykir lengur í takt við tímann. Sagan af beinafundinum við Meðalfellsvatn gæti ef til vill nýst við þá ímyndarsköpun. Að minnsta kosti get ég ekki hugsað mér verra hlutskipti eftir dauðann en að enda sem öskubakki í hjólhýsi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun