„Nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Bush 19. september 2008 14:45 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræðir við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Mynd/AP „Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. . Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. .
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira