Áhrif einangrunarinnar afar skaðleg 24. febrúar 2008 00:01 Íslenskur maður hefur nú setið í einangrun í um 120 daga í Færeyjum eða fjóra mánuði. Fréttablaðið/guðmundur sigurðsson „Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk Pólstjörnumálið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Áhrif svona langrar einangrunarvistar geta verið margvísleg, stundum mjög slæm,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, um mál Íslendingsins sem vistaður hefur verið í einangrun í Færeyjum í fjóra mánuði vegna Pólstjörnumálsins. Maðurinn var handtekinn 18. september og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og settur í einangrun. Í október var einangruninni aflétt og maðurinn var í opinni gæslu en um lok þess mánaðar var hann aftur settur í einangrun og er þar enn. Þórarinn segir að frá því hann hóf störf hjá Fangelsismálastofnun árið 2002 muni hann ekki eftir að fangi hafi verið vistaður svo lengi í einangrun hér á landi. „Lengsta vist sem ég man eftir hér landi á hin síðari ár er einn og hálfur mánuður en hér erum við líka mjög passasöm á svona hluti,“ segir Þórarinn. Þá bendir hann á að sálfræðingar hér séu mjög vakandi fyrir líðan einangrunarfanga og að lögregla taki tillit til óska sálfræðinga og reyni að flýta rannsókn ef líðan fanga versnar. Þess má geta að Einar Bollason sat saklaus í einangrun í yfir þrjá mánuði við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, eða í 104 daga. Lýsti hann því síðar að í lok vistarinnar hefði hann verið farinn að efast um sakleysi sitt en ofskynjanir eru meðal algengra afleiðinga langrar einangrunar. Íslendingurinn í Færeyjum hefur nú verið í einangrun í um 120 daga. Gæsluvarðhaldsvist hans rennur út 7. mars, að sögn saksóknara, en þá verður maðurinn leiddur fyrir dómara á nýjan leik. Málsmeðferð fyrir dómi hefst 7. apríl og gæti hann átti yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm.- kdk
Pólstjörnumálið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira