Lóa litla á Brú Þorsteinn Pálsson skrifar 22. febrúar 2008 05:00 Sá vinsæli tónlistarmaður Bubbi Morthens og Geir H. Haarde forsætisráðherra sungu saman Lóa litla á Brú á tónleikum sem tónlistarmaðurinn stofnaði til í baráttu gegn kynþáttafordómum. Það framtak verðskuldar eftirtekt og eins hitt að forsætisráðherrann skuli leggja því lið með þessum hætti. Víðast hvar á Vesturlöndum hefur sambúð fólks frá ólíkum menningarheimum og af mismunandi trú verið pólitískt viðfangsefni í áratugi. Í sumum tilvikum hefur aðlögun erlendra og jafnvel framandi þjóðfélagshópa tekist með ágætum . Í öðrum tilvikum hefur þessi þróun leitt til árekstra og illviðráðanlegra vandamála. Þessi reynsla er ný af nálinni fyrir Íslendinga. Annað verður ekki sagt en að hér hafi hlutirnir í stórum dráttum gengið vel og fordómalaust fyrir sig. Einstaka brotalamir má þó finna. Árvekni gegn fordómum er því þörf. Tónleikarnir sem hér er vitnað til eru til marks um víðtækan og lifandi skilning á viðfangsefninu. Aðfluttir Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Hagsmunirnir af búsetu þeirra hafa þar af leiðandi verið gagnkvæmir.Ljóst er til að mynda að annað hvort hefði verðmætaskpöun orðið minni hér á síðustu árum eða verðbólga meiri hefði þjóðarbúið ekki notið vinnufúsra handa fólks af erlendum uppruna. Hætta á að fordómar grafi um sig er þó alltaf fyrir hendi. Eigi vel að fara er í raun og veru aðeins þörf á viðurkenningu allra, sem hlut eiga að máli, á þremur grundvallar reglum. Þær eru: Lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Ef þessi gildi samfélagsins eru virt af fólki ólíkrar trúar og af mismunandi menningarlegum uppruna á ekki að vera hætta á alvarlelgum þjóðfélagslegum árekstrum. Ágreiningur um þau hlýtur á hinn bóginn að leiða til árekstra. Slíkur ágreiningur slítur sjálfkrafa teygju umburðarlyndisins. Danir stríða nú við vanda af þessu tagi bæði inn á við og út á við. Lítill minnihluti innflytjenda í Danmörku sýnist ekki reiðubúinn til að viðurkenna þessi þrjú höfuð gildi danskrar samfélagsgerðar. Það nægir til að kveikja ófriðarelda. Í tengslum við Múhameðs teikningarnar svonefndu á sínum tíma sættu Danir viðskiptaþvingunum af ýmsu tagi. Nú eru slíkar hótanir settar fram á nýjan leik. Tilgangurinn er að takmarka tjáningarfrelsi. Alþjóðasamfélagið hefur stundum sameinast um viðskiptaþvinganir í baráttu gegn ofríki og skoðanakúgun. Með öðrum orðum í þágu lýðræðis og mannréttinda. Stundum er þessu úrræði beitt gegn þjóðum sem þykja ógna friði. Alþjóðasáttmálar heimila einnig úrræði af þessu tagi til verndar dýrum. Hitt er nýtt að efnahagslega áhrifaríkar þjóðir beiti smáþjóðir viðskiptaþvingunum eða setji fram hótanir þar að lútandi til þess að brjóta á bak aftur stjórnarskrárvarin mannréttindi eins og tjáningarfrelsi og jafnræðisreglu. Þróun af þessu tagi kallar á árvekni og samstöðu. Danir þurfa að finna að þeir standi ekki einir þegar sjálfum grunngildum vestrænnar nútímamenningar er ögrað. Íslendingar hafa skyldum að gegna á því sviði, ekki síst þegar vinaþjóðir eiga í hlut. Lóa litla á Brú getur líka verið áminning um að þessar fumreglur má ekki veikja í samskiptum þjóða eigi þær hér eftir sem hingað til að vera lykill að eðlilegum og árekstralausum samskiptum fólks af ólíkum uppruna í sama samfélagi. Sums staðar þarf að brjóta niður fordóma gegn tjáningarfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Sá vinsæli tónlistarmaður Bubbi Morthens og Geir H. Haarde forsætisráðherra sungu saman Lóa litla á Brú á tónleikum sem tónlistarmaðurinn stofnaði til í baráttu gegn kynþáttafordómum. Það framtak verðskuldar eftirtekt og eins hitt að forsætisráðherrann skuli leggja því lið með þessum hætti. Víðast hvar á Vesturlöndum hefur sambúð fólks frá ólíkum menningarheimum og af mismunandi trú verið pólitískt viðfangsefni í áratugi. Í sumum tilvikum hefur aðlögun erlendra og jafnvel framandi þjóðfélagshópa tekist með ágætum . Í öðrum tilvikum hefur þessi þróun leitt til árekstra og illviðráðanlegra vandamála. Þessi reynsla er ný af nálinni fyrir Íslendinga. Annað verður ekki sagt en að hér hafi hlutirnir í stórum dráttum gengið vel og fordómalaust fyrir sig. Einstaka brotalamir má þó finna. Árvekni gegn fordómum er því þörf. Tónleikarnir sem hér er vitnað til eru til marks um víðtækan og lifandi skilning á viðfangsefninu. Aðfluttir Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Hagsmunirnir af búsetu þeirra hafa þar af leiðandi verið gagnkvæmir.Ljóst er til að mynda að annað hvort hefði verðmætaskpöun orðið minni hér á síðustu árum eða verðbólga meiri hefði þjóðarbúið ekki notið vinnufúsra handa fólks af erlendum uppruna. Hætta á að fordómar grafi um sig er þó alltaf fyrir hendi. Eigi vel að fara er í raun og veru aðeins þörf á viðurkenningu allra, sem hlut eiga að máli, á þremur grundvallar reglum. Þær eru: Lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti. Ef þessi gildi samfélagsins eru virt af fólki ólíkrar trúar og af mismunandi menningarlegum uppruna á ekki að vera hætta á alvarlelgum þjóðfélagslegum árekstrum. Ágreiningur um þau hlýtur á hinn bóginn að leiða til árekstra. Slíkur ágreiningur slítur sjálfkrafa teygju umburðarlyndisins. Danir stríða nú við vanda af þessu tagi bæði inn á við og út á við. Lítill minnihluti innflytjenda í Danmörku sýnist ekki reiðubúinn til að viðurkenna þessi þrjú höfuð gildi danskrar samfélagsgerðar. Það nægir til að kveikja ófriðarelda. Í tengslum við Múhameðs teikningarnar svonefndu á sínum tíma sættu Danir viðskiptaþvingunum af ýmsu tagi. Nú eru slíkar hótanir settar fram á nýjan leik. Tilgangurinn er að takmarka tjáningarfrelsi. Alþjóðasamfélagið hefur stundum sameinast um viðskiptaþvinganir í baráttu gegn ofríki og skoðanakúgun. Með öðrum orðum í þágu lýðræðis og mannréttinda. Stundum er þessu úrræði beitt gegn þjóðum sem þykja ógna friði. Alþjóðasáttmálar heimila einnig úrræði af þessu tagi til verndar dýrum. Hitt er nýtt að efnahagslega áhrifaríkar þjóðir beiti smáþjóðir viðskiptaþvingunum eða setji fram hótanir þar að lútandi til þess að brjóta á bak aftur stjórnarskrárvarin mannréttindi eins og tjáningarfrelsi og jafnræðisreglu. Þróun af þessu tagi kallar á árvekni og samstöðu. Danir þurfa að finna að þeir standi ekki einir þegar sjálfum grunngildum vestrænnar nútímamenningar er ögrað. Íslendingar hafa skyldum að gegna á því sviði, ekki síst þegar vinaþjóðir eiga í hlut. Lóa litla á Brú getur líka verið áminning um að þessar fumreglur má ekki veikja í samskiptum þjóða eigi þær hér eftir sem hingað til að vera lykill að eðlilegum og árekstralausum samskiptum fólks af ólíkum uppruna í sama samfélagi. Sums staðar þarf að brjóta niður fordóma gegn tjáningarfrelsi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun