Dagur án útlendinga Jón Kaldal skrifar 13. febrúar 2008 06:00 Greiningardeildir bankanna spá nú hraðari og harðari niðursveiflu í íslensku efnahagslífi en gert var ráð fyrir. Ef þeir spádómar ganga eftir munu afleiðingarnar verða margvíslegar. Sumar kunnuglegar frá fyrri kreppuárum, aðrar nýstárlegar og mögulega sársaukafyllri samfélaginu. Eitt sýnilegasta merki samdráttar er þegar nöfnum á atvinnuleysiskrám tekur að fjölga. Ýmis teikn eru á lofti um að það sé sá veruleiki sem bíður handan við hornið. Atvinnuleysi er auðvitað þekktur fylgifiskur kreppu. Við Íslendingar stöndum hins vegar frammi fyrir þeim áður óþekkta veruleika að á vinnumarkaðinum er mikill fjöldi útlendinga. Ekki er óvarlegt að ætla að sú staða geti orðið til að blása eld í glæður útlendingaandúðar, sem krauma undir niðri í ýmsum hornum. Í því samhengi er algjörlega nauðsynlegt minna á að langflestir af útlendingunum voru fengnir hingað til að mæta brýnni þörf á þeim miklu velgengnistímum sem hér hafa ríkt. Um síðustu helgi skráðu hátt í sjö hundruð manns sig á heimasíðu Félags gegn Pólverjum. Stofnandi síðunnar er fjórtán ára Árbæingur og voru flestir aðrir sem skráðu sig á síðuna á svipuðu reki. Engin ástæða er til að taka léttvægt á málinu vegna ungs aldurs þeirra sem koma við sögu. Þetta er ekki hægt að afskrifa sem barnaskap. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það þarf að ganga ákveðið til verks og upplýsa, fullorðna og börn, að ef erlent starfsfólk væri ekki hér að störfum væri íslenskt samfélag hreinlega óstarfhæft. Allt frá sjúkrahúsum til byggingasvæða með viðkomu í matvöruverslunum, elliheimilum og leikskólum eru útlendingar ómissandi hjól í gangverkinu. Tölurnar tala sínu máli. Skráð atvinnuleysi á landinu í janúar var um 1 prósent og er við sögulegt lágmark. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði er nú um 10 prósent. En það þýðir að án þeirra myndi vanta um 18.000 manns til starfa á Íslandi. Þar af í ýmis þjónustu- og aðhlynningarstörf sem Íslendingar virðast vera orðnir fráhverfir. Þetta er eitthvað sem allir, sama á hvaða aldri þeir eru, ættu að hafa í huga áður en þeir af barnaskap halda því fram að senda eigi Pólverja eða aðra útlendinga úr landi. Og staðreyndin er líka sú að það erlenda fólk, sem hér starfar á sinn hlut í velmegun þjóðarinnar. Það má alls ekki gleymast þegar fer að herða á fyrirséðri samkeppni um laus störf. Fyrir tæpum tveimur árum lögðu innflytjendur, löglegir og ólöglegir, í Bandaríkjunum niður störf í einn dag til að mótmæla breytingum á innflytjendalögum. Þetta mesta efnahagsstórveldi heims fann vel fyrir þeim aðgerðum. Kannski er svo komið að erlent vinnuafl á Íslandi eigi að hugleiða álíka aðgerðir? Það myndi örugglega neyða ýmsa til að opna augun fyrir breyttum tímum. Sá einfaldi kærleiksboðskapur að við eigum að gæta systra okkar og bræðra, virðist því miður ekki duga einn og sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Greiningardeildir bankanna spá nú hraðari og harðari niðursveiflu í íslensku efnahagslífi en gert var ráð fyrir. Ef þeir spádómar ganga eftir munu afleiðingarnar verða margvíslegar. Sumar kunnuglegar frá fyrri kreppuárum, aðrar nýstárlegar og mögulega sársaukafyllri samfélaginu. Eitt sýnilegasta merki samdráttar er þegar nöfnum á atvinnuleysiskrám tekur að fjölga. Ýmis teikn eru á lofti um að það sé sá veruleiki sem bíður handan við hornið. Atvinnuleysi er auðvitað þekktur fylgifiskur kreppu. Við Íslendingar stöndum hins vegar frammi fyrir þeim áður óþekkta veruleika að á vinnumarkaðinum er mikill fjöldi útlendinga. Ekki er óvarlegt að ætla að sú staða geti orðið til að blása eld í glæður útlendingaandúðar, sem krauma undir niðri í ýmsum hornum. Í því samhengi er algjörlega nauðsynlegt minna á að langflestir af útlendingunum voru fengnir hingað til að mæta brýnni þörf á þeim miklu velgengnistímum sem hér hafa ríkt. Um síðustu helgi skráðu hátt í sjö hundruð manns sig á heimasíðu Félags gegn Pólverjum. Stofnandi síðunnar er fjórtán ára Árbæingur og voru flestir aðrir sem skráðu sig á síðuna á svipuðu reki. Engin ástæða er til að taka léttvægt á málinu vegna ungs aldurs þeirra sem koma við sögu. Þetta er ekki hægt að afskrifa sem barnaskap. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það þarf að ganga ákveðið til verks og upplýsa, fullorðna og börn, að ef erlent starfsfólk væri ekki hér að störfum væri íslenskt samfélag hreinlega óstarfhæft. Allt frá sjúkrahúsum til byggingasvæða með viðkomu í matvöruverslunum, elliheimilum og leikskólum eru útlendingar ómissandi hjól í gangverkinu. Tölurnar tala sínu máli. Skráð atvinnuleysi á landinu í janúar var um 1 prósent og er við sögulegt lágmark. Hlutfall útlendinga á íslenskum vinnumarkaði er nú um 10 prósent. En það þýðir að án þeirra myndi vanta um 18.000 manns til starfa á Íslandi. Þar af í ýmis þjónustu- og aðhlynningarstörf sem Íslendingar virðast vera orðnir fráhverfir. Þetta er eitthvað sem allir, sama á hvaða aldri þeir eru, ættu að hafa í huga áður en þeir af barnaskap halda því fram að senda eigi Pólverja eða aðra útlendinga úr landi. Og staðreyndin er líka sú að það erlenda fólk, sem hér starfar á sinn hlut í velmegun þjóðarinnar. Það má alls ekki gleymast þegar fer að herða á fyrirséðri samkeppni um laus störf. Fyrir tæpum tveimur árum lögðu innflytjendur, löglegir og ólöglegir, í Bandaríkjunum niður störf í einn dag til að mótmæla breytingum á innflytjendalögum. Þetta mesta efnahagsstórveldi heims fann vel fyrir þeim aðgerðum. Kannski er svo komið að erlent vinnuafl á Íslandi eigi að hugleiða álíka aðgerðir? Það myndi örugglega neyða ýmsa til að opna augun fyrir breyttum tímum. Sá einfaldi kærleiksboðskapur að við eigum að gæta systra okkar og bræðra, virðist því miður ekki duga einn og sér.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun