Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins 1. febrúar 2008 00:01 Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. Pólstjörnumálið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma.
Pólstjörnumálið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira