Fiskveiðiréttindi og mannréttindi: Þörf á yfirvegun Þorsteinn Pálsson skrifar 15. janúar 2008 06:00 Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands. Mikilvægt er að ræða þetta álit og bregðast við því. Verði álit meirihlutans túlkað á þann veg að breyta þurfi fiskveiðistjórnun í grundvallaratriðum blasa við alvarlegar efnahagslegar og félagslegar þrengingar. Ýmsir hafa óttast um hagsmuni sjávarútvegsins ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Ef taka ætti mark á meirihluta mannréttindanefndarinnar fæli það í sér að við hefðum undirgengist mun meira framsal á sjálfsákvörðunarrétti en þar er um að tefla. Aðildin að Sameinuðu þjóðunum hefði þannig mun alvarlegri og víðtækari áhrif á sjávarútveginn og sjávarplássin en Evrópusambandsaðild. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi með takmörkuðum eignarréttindum og frjálsu framsali var samþykkt á Alþingi 1991 af Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Borgaraflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Nú hagar hins vegar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn einn er til varnar fyrir kerfið. Allir aðrir flokkar hafa mismunandi og afar ólík mótrök. Þar af leiðir að enginn hefur fengið hljómgrunn fyrir öðrum lausnum sem nytu meirihlutastuðnings. Þau einu úr hópi ráðherranna sem knúðu málið fram á sínum tíma og eru enn í pólitískum áhrifastöðum eru: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Breski fulltrúinn í mannréttindanefndinni, Sir Niegel Rodley, bendir réttilega á í séráliti sínu að meirihlutinn virðist fyrst og fremst byggja röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út. Málsreifun breska fulltrúans bendir þannig til að meirihlutinn byggi niðurstöðu sína á lögfræðilegri rökleysu. Hún vekur einnig spurningu um hvort nefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að túlka samspil íslenskra lagaákvæða í stað þess að meta það eitt hvort þau samræmist sáttmálanum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem greint hefur frá útfærðum tillögum um viðbrögð. Einn helsti forystumaður hennar lýsti af þessu tilefni í sjónvarpi á sunnudag tillögu um að svipta alla aflahlutdeild í þorski til þess að úthluta hugsanlegri aukningu í tonnum þegar þar að kemur til annarra en þeirra sem stunda veiðar í dag. Sviptingin tæki til smábátasjómanna sem keypt hafa þorskveiðiheimildir til að bjarga atvinnu í litlum plássum. Aflahlutdeildin er undirstaða lánstrausts í sjávarútvegi ekki síst hjá trillukörlum og minni útgerðum. Stærri útgerðir hafa breiðari undirstöðu og eiga í einhverjum tilvikum hægar með að bjarga sér. En víst er að margir munu ekki lifa þorskveiðiskerðinguna af nema á grundvelli þessa lánstrausts. Samfylkingin vill nú kippa þessu lánstrausti undan smábátasjómönnum jafnt sem öðrum. Afleiðingunum þarf ekki að lýsa. Það gæti hins vegar reynst utanríkisráðherra þrautin þyngri að skýra út fyrir mannréttindanefndinni að ráðstafanir af þessu tagi feli í sér aukin mannréttindi. Ástæða er því til að hvetja til yfirvegaðri og ígrundaðri viðbragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Meirihluti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur lýst þeirri skoðun að takmörkuð eignarréttindi á veiðiheimildum með frjálsu framsali séu andstæð mannréttindum. Sú niðurstaða stangast á við stjórnarskrá Íslands. Mikilvægt er að ræða þetta álit og bregðast við því. Verði álit meirihlutans túlkað á þann veg að breyta þurfi fiskveiðistjórnun í grundvallaratriðum blasa við alvarlegar efnahagslegar og félagslegar þrengingar. Ýmsir hafa óttast um hagsmuni sjávarútvegsins ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Ef taka ætti mark á meirihluta mannréttindanefndarinnar fæli það í sér að við hefðum undirgengist mun meira framsal á sjálfsákvörðunarrétti en þar er um að tefla. Aðildin að Sameinuðu þjóðunum hefði þannig mun alvarlegri og víðtækari áhrif á sjávarútveginn og sjávarplássin en Evrópusambandsaðild. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi með takmörkuðum eignarréttindum og frjálsu framsali var samþykkt á Alþingi 1991 af Framsóknarflokknum, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Borgaraflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Nú hagar hins vegar svo til að Sjálfstæðisflokkurinn einn er til varnar fyrir kerfið. Allir aðrir flokkar hafa mismunandi og afar ólík mótrök. Þar af leiðir að enginn hefur fengið hljómgrunn fyrir öðrum lausnum sem nytu meirihlutastuðnings. Þau einu úr hópi ráðherranna sem knúðu málið fram á sínum tíma og eru enn í pólitískum áhrifastöðum eru: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Breski fulltrúinn í mannréttindanefndinni, Sir Niegel Rodley, bendir réttilega á í séráliti sínu að meirihlutinn virðist fyrst og fremst byggja röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu að fella svokallað sameignarákvæði út. Málsreifun breska fulltrúans bendir þannig til að meirihlutinn byggi niðurstöðu sína á lögfræðilegri rökleysu. Hún vekur einnig spurningu um hvort nefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að túlka samspil íslenskra lagaákvæða í stað þess að meta það eitt hvort þau samræmist sáttmálanum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem greint hefur frá útfærðum tillögum um viðbrögð. Einn helsti forystumaður hennar lýsti af þessu tilefni í sjónvarpi á sunnudag tillögu um að svipta alla aflahlutdeild í þorski til þess að úthluta hugsanlegri aukningu í tonnum þegar þar að kemur til annarra en þeirra sem stunda veiðar í dag. Sviptingin tæki til smábátasjómanna sem keypt hafa þorskveiðiheimildir til að bjarga atvinnu í litlum plássum. Aflahlutdeildin er undirstaða lánstrausts í sjávarútvegi ekki síst hjá trillukörlum og minni útgerðum. Stærri útgerðir hafa breiðari undirstöðu og eiga í einhverjum tilvikum hægar með að bjarga sér. En víst er að margir munu ekki lifa þorskveiðiskerðinguna af nema á grundvelli þessa lánstrausts. Samfylkingin vill nú kippa þessu lánstrausti undan smábátasjómönnum jafnt sem öðrum. Afleiðingunum þarf ekki að lýsa. Það gæti hins vegar reynst utanríkisráðherra þrautin þyngri að skýra út fyrir mannréttindanefndinni að ráðstafanir af þessu tagi feli í sér aukin mannréttindi. Ástæða er því til að hvetja til yfirvegaðri og ígrundaðri viðbragða.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun