Valur fór í jólafríið á jákvæðum nótum eftir góðan sigur á HK á heimavelli í kvöld, 33-26, í N1-deild karla.
Staðan í hálfleik var 16-13, Val í vil. Eftir sigurinn eru nú Valur og HK bæði með sautján stig en HK er með betra markahlutfall og því í fjórða sæti deildarinnar.
N1-deild karla er nú komin í jólafrí en Haukar hafa fjögurra stiga forystu í deildinni. Stjarnan vann Fram fyrr í kvöld og eru liðin því jöfn að stigum með nítján stig í 2.-3. sæti.
Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 9, Baldvin Þorsteinsson 7, Fannar Friðgeirsson 5, Ingvar Árnason 3, Arnór Gunnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 2, Elvar Friðriksson 2, Anton Rúnarsson 1.
Mörk HK: Augustas Strazdas 5, Ragnar Hjaltested 5, Brynjar Hreggviðsson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Tomas Eitutis 2, Sergey Petrytis 2, Arnar Þór Sæþórsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Bjarki Gunnarsson 1.