Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 09:24 Birgir Leifur Hafþórsson. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari) Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari vallarins á lokakeppnisdegi South African Airways-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hann hóf daginn í 59.-63. sæti af samtals 69 keppendum. Hann lék á 73 höggum í dag og er sem stendur í 58.-62. sæti. Hann lék hringina fjóra á 300 höggum eða tólf höggum yfir pari vallarins. Birgir Leifur byrjaði vel í morgun og fékk fugl á þriðju braut. Skrambi fylgdi hins vegar í kjölfarið á þeirri fjórðu. Þegar þá var komið var ákveðið að stöðva keppni vegna mikils úrhellis á Pearl Valley-vellinum þar sem mótið fer fram. Eftir að keppni hófst á nýjan leik byrjaði Birgir Leifur á því að fá fugl á fimmtu braut og koma sér þar með aftur á par vallarins. Hann hélt sínu striki og kláraði fyrri níu holurnar á 36 höggum. Hann lék svo níu holur í röð á pari, fékk skolla á fimmtándu holu og kláraði svo síðustu þrjár holurnar á pari.Fjórði keppnisdagur: Einn yfir högg 1. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 2. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 3. braut: Par 5 (570 metrar) - 4 högg (fugl) 4. braut: Par 3 (205 metrar) - 5 högg (skrambi) 5. braut: Par 5 (485 metrar) - 4 högg (fugl) 6. braut: Par 4 (332 metrar) - 4 högg (par) 7. braut: Par 4 (390 metrar) - 4 högg (par) 8. braut: Par 3 (209 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (431 metrar) - 4 högg (par)Fyrri níu (par 36): 36 högg (á pari) 10. braut: Par 4 (353 metrar) - 4 högg (par) 11. braut: Par 4 (403 metrar) - 4 högg (par) 12. braut: Par 3 (183 metrar) - 3 högg (par) 13. braut: Par 5 (531 metrar) - 5 högg (par) 14. braut: Par 4 (356 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 3 (196 metrar) - 4 högg (skolli) 16. braut: Par 4 (422 metrar) - 4 högg (par) 17. braut: Par 4 (405 metrar) - 4 högg (par) 18. braut: Par 5 (550 metrar) - 5 högg (par) Seinni níu (par 36): 37 högg (einn yfir pari) Samtals: 73 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 79 högg (sjö yfir pari) Annar keppnisdagur: 73 högg (einn yfir pari) Þriðji keppnisdagur: 75 högg (þrír yfir pari) Samtals: 300 högg (tólf yfir pari)
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira